Legó í kennslu – Námskeið 6. desember klukkan 17:00-18:30.

Laufey Eyþórsdóttir, einhverfuráðgjafi og sérkennari verður með Legó námskeið fyrir félagsmenn og aðra áhugasama þriðjudaginn 6. desember klukkan 17:00. Laufey hefur notað Legó sem kennslutæki í nokkur ár, aðallega til að styrkja samvinnu- og samskiptafærni hjá nemendum, ásamt því að efla málþroska.

Námskeiðið verður haldið á Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Frítt fyrir félagsmenn Einhverfusamtakanna en aðrir greiða kr. 5.000,-.