Hugsuðir - Unglingahópur Einhverfusamtakanna

Kæru Hugsuðir! 

Næsti tími okkar saman verður í Þróttheimum fimmtudaginn 2. desember kl. 17:30 - 19:30. Við ætlum að hafa bíókvöld með poppi og kóki og horfa á jólaklassíkina National Lampoon's Christmas Vacation! Það er hægt að loka sjónvarpsherberginu þannig að þeir sem vilja þurfa auðvitað ekki að horfa og geta spilað eða spjallað frammi .

Minni á sóttvarnir; mæta með grímu, spritta sig vel og vera frekar heima ef þið eruð með kvef eða flensulík einkenni. 

Athugið að þetta er ekki síðasti tíminn okkar fyrir jól, hann verður í Þróttheimum 16.desember - nánari upplýsingar um hann síðar. 

Hlökkum til að sjá ykkur!

- Margrét, Thelma, Aron, Jimmy og Hrund.