Hugsuðir - Unglingahópur

Kæru Hugsuðir!

Fimmtudaginn 19. maí verður síðasti hefðbundni tíminn okkar á þessari vorönn í Hugsuðunum. Hann verður í Þróttheimum og á okkar venjulega tíma, 17:30 - 19:30.

Við ætlum að gera það sem okkur dettur í hug, spila, fara í leiki og jafnvel út í kubb ef veður leyfir. 

Við byrjum Hugsuðina aftur um miðjan september ca eins og undanfarin ár og ég mun senda póst með viku fyrirvara, endilega fylgist með í byrjun september. 

Athugið að þeir sem eru skráðir í vorferðina fá póst i næstu viku með nánari upplýsingum. 

Takk kæru Hugsuðir fyrir góðan vetur, það er alltaf jafn gaman að vera með ykkur og vonandi sjáumst við sem flest aftur í haust!

Hafið það sem allra best þangað til,
Margrét, Thelma, Aron, Jimmy og Hrund.