Hugsuðir - unglingahópur

Kæru Hugsuðir!

Næsti tími okkar saman verður í Bogfimisetrinu (Dugguvogi 2, 104 Rvk) fimmtudaginn 6.maí kl. 17:30. Þar byrjum við að fá smá kennslu og fáum svo að skjóta í klukkutíma þannig að tíminn okkar verður aðeins styttri en venjulega. 
Þetta kostar 2465 kr. á mann og hver og einn borgar fyrir sig.  

Varðandi vorferðina:

Við eigum einn annan tíma eftir á þessari önn sem verður 20. maí. 

Við munum svo enda önnina á óvissuferð laugardaginn 29. maí! Ferðin er í boði Einhverfusamtakanna og verður ca kl. 11-16, nánari upplýsingar koma síðar. Þeir sem ætla með okkur í vorferðina þurfa að skrá sig með því að senda mér email fyrir 6. maí (með nafni Hugsuðs, nafn foreldris/forráðamanns og símanúmeri). Það er mjög mikilvægt að skrá sig fyrir 6.maí svo við getum pantað allt með góðum fyrirvara og vitað nákvæman fjölda. 

Athugið: ef samkomutakmarkanir verða áfram miðaðar við 20 manns þegar að vorferðinni kemur, og skráningin fer yfir þann fjölda, þá ganga þeir fyrir sem hafa mætt í Hugsuðina í vetur. 

Hlökkum til að sjá ykkur.

-Margrét, Thelma, Aron, Jimmy og Hrund