Hugsuðir - unglingahópur

Kæru Hugsuðir, gleðilegt nýtt ár!

Við byrjum vorönnina okkar í Þróttheimum, fimmtudaginn 14. janúar, kl. 17:30 - 19:30. 

Mikilvægt: Ég minni á grímuskyldu, ekki mæta fyrr en eftir kl. 17:20 og vera heima ef þið eruð með kvef eða flensulík einkenni. 

Planið þessa önn er eins og venjulega; að hittast bæði í Þróttheimum og gera eitthvað saman úti í bæ. Hins vegar fer það eftir fjöldatakmörkunum, opnunum o.fl. hvað við getum gert annars staðar þannig það mun koma í ljós hversu mikið verður hægt að gera, vonandi sem mest!

Ég minni á kaffisjóðinn fyrir önnina, sem er 2000 kr. á hvern Hugsuð. 

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

- Margrét, Thelma, Hildur, Aron og Jimmy.