Hugsuðir - unglingahópur

Kæru Hugsuðir!

Þá er komið að okkar síðasta hittingi í vetur. Okkur fannst ekki skynsamlegt að fara í vorferð líkt og undanfarin ár, vegna ástandsins í samfélaginu. Því höfum við ákveðið að hittast í Tónabæ núna á laugardaginn 23. maí kl. 11-14. Við ætlum að grilla pylsur og fara í útileiki eins og t.d. kubb ef veður leyfir. Það er líka í boði að vera inni og spila eða spjalla en við hvetjum auðvitað alla til þess að vera úti ef vel viðrar.

Mig langar til að biðja ykkur sem ætlið að koma um að senda mér tölvupóst svo ég viti ca. hvað ég þurfi að kaupa mikið af mat. 

Um leið langar okkur starfsfólkinu að þakka ykkur Hugsuðum kærlega fyrir frábæran vetur, það er alltaf jafn gaman að vera með ykkur. Vonandi sjáum við sem flesta aftur í haust, en við byrjum venjulega um miðjan september, ég mun að sjálfsögðu senda tölvupóst með fyrirvara! 

Bestu kveðjur til ykkar allra og sjáumst á laugardaginn.

-Margrét, Thelma, Hildur, Aron og Jimmy.