Hugsuðir, unglingahópur

Gleðilegt nýtt ár kæru Hugsuðir og takk fyrir það gamla!

Við byrjum vorönnina okkar næsta þriðjudag, 15.janúar, kl. 17:30-19:30. Við verðum aftur í Þróttheimum (Holtavegi 11, 2.hæð) þar sem enn er verið að gera við Tónabæ. Þar ætlum við að eiga huggulega stund saman, spila, spjalla og gera það sem okkur dettur í hug!

Ég minni á kaffisjóðinn góða (2000 kr. á önn).

Hittingarnir okkar eru annan hvern þriðjudag til og með 7.maí. Laugardaginn 18.maí förum við í okkar árlegu vorferð og þar með lýkur önninni. 

Hlökkum til að sjá sem allra flesta og hvetjum nýja Hugsuði til að koma og prófa!