Einhverfukaffi í sal í Bókasafni Hafnarfjarðar

Stefnt er að því að halda Einhverfukaffi í Bókasafni Hafnarfjarðar næsta þriðjudag, 26. maí. Þó gæti mögulega þurft að breyta staðsetningu vegna fjöldatakmarkana, en látið verður vita af því með fyrirvara.

Einhverfukaffi er samverustund þar sem gestir (frá 15 ára og uppúr) hittast í rólegu umhverfi og spjalla saman um heima og geima.
Að þessu sinni þætti mér gaman að fá tillögur um umræðuefni fyrirfram, svo við getum aðeins undirbúið okkur.

Það verður gaman að geta hist aftur og spjallað eftir samkomubannið, en rétt er að taka fram að ekki er hægt að bjóða upp á veitingar á staðnum vegna sóttvarnasjónarmiða. Frjálst er að hafa með sér eitthvað að drekka og maula.