Einhverfukaffi í sal í Bókasafni Hafnarfjarðar

Einhverfukaffi fyrir 15 ára og eldri, haldið í sal í Bókasafni Hafnarfjarðar. Gengið inn um aðalinngang, inn beint af augum að korktöflu og þar niður tröppur til vinstri. Kaffi, te og vatn í boði og létt meðlæti. Fyrirmyndin er sótt til Einhverfukaffis sem Ingibjorg Elsa Bjornsdottir hefur staðið fyrir á Selfossi. Ef vel tekst til verður þetta mánaðarlegur viðburður, síðasta þriðjudag hvers mánaðar. Bókasafnið er opið til 19 og er í 5 mínútna göngufjarlægð frá Firði þar sem helstu strætóleiðir stoppa (1, 21 td.).