Einhverf ást - að lifa í geðveikt, einhverfu hjónabandi

Jólafundur Einhverfusamtakanna.
Hjónakornin Valgeir Bjarnason og Ingibjörg Elsa Björnsdóttir fjalla um hjónaband sitt og hvernig er að lifa við einhverfu og ýmislegt annað. Þau fjalla um sigra og ósigra, ástina og lífið á sinn einstaka og óviðjafnanlega hátt.
Kaffi á könnunni, gos, konfekt og smákökur á borðum.
Fundurinn er öllum opinn og frítt inn.