icon picker
Einhverfuhandbókin

Gagnagrunnur fyrir allskonar einhverfutengt
Einhverfuhandbókin er gagnagrunnur af efni og upplýsingum um einhverfu. Handbókin er í stöðugri vinnslu og sumar síður á eftir að bæta og fullgera.
conference-call

Einhverfuhandbókin er fyrir alla, bæði einhverfa og leitandi.

Mörgu einhverfu fólki líður eins og allir hinir hafi fengið handbók um hvernig lífið virkar og hvernig allir eiga að haga sér. Markmið einhverfuhandbókarinnar er að safna saman efni og upplýsingum um allskonar tengt einhverfu. Handbókin er uppsett og viðhaldið af einhverfu fólki og efnið er valið út frá því sjónarhorni að einhverfa sé hvorki röskun né sjúkdómur heldur hluti af náttúrulegum taugafjölbreytileika mannflórunnar.

megaphone

HVERNIG ER BEST AÐ NOTA EINHVERFUHANDBÓKINA

Handbókinni er skipt niður í nokkrar síður: Annarsvegar eru gagnlegir hlekkir, svo sem listar af lærdómsríku og/eða skemmtilegu efni eða listar af hjálpartækjum og úrræðum.
Hinsvegar eru hjálplegar síður um hvað er best að hugsa um ef þú ert að íhuga hvort þú sért einhverf/t/ur, hvaða stuðningur er í boði á íslandi, hugtakasafn og listi yfir “aukaleikara” eða aðra hluti sem einhverfir gætu þurft að kljást við.

Síður Einhverfuhandbókarinnar (veftré):

Er ég einhverf(t/ur)?
Einskonar startsíða fyrir þau sem er að pæla hvort þau séu einhverf. Þar eru smá upplýsingar um greiningar og hjálplegir hlekkir fyrir fólk í leit að sjálfsþekkingu.

Lestur, áhorf og hlustun
Þessi flokkur samanstendur af hlekkjum á allskonar efni. Við hverja færslu er yfirleitt smá umfjöllun eða útskýring. Allir samfélagsmiðlar eru í sama flokki en hægt er að leita að ákveðnum miðlum með .
open-book
Þau sem eru að leita að ákveðnu formi af efni, t.d. bókum til að lesa, en eru opin fyrir hvaða efni er fjallað um geta ýtt á ‘Lestur, áhorf og hlustun’ og svo ‘Bækur’.
Fyrir þau sem eru að leita að ákveðnu umfjöllunarefni, t.d. um masking, þá er þægilegast að fara í ’Merkimiðar‘ flipann og finna ‘masking’ þar.
Hjálpartæki
Hjálpartæki
Hér er að finna ýmsar vörur sem gætu auðveldað einhverfum lífið. Hver vara er með umfjöllun og hlekk til að finna vöruna. Hlekkurinn er bara til þæginda og er ekki #samstarf eða auglýsing.

Hvað er í boði á Íslandi?
Úrræði, hópar og viðburðir sem tengjast einhverfu á Íslandi.

Hugtakasafn
Listi af hugtökum, enskri þýðingu (þegar við á) og útskýringu á þeim. (Í vinnslu)
Aukaleikarar
Listi af fylgifiskum einhverfu. (Í vinnslu)

Lastu bók eða sástu myndband sem hjálpaði þér mikið? Við tökum við uppástungum og umfjöllun um efni hér:





Want to print your doc?
This is not the way.
Try clicking the ⋯ next to your doc name or using a keyboard shortcut (
CtrlP
) instead.