Unglingahópar

Unglingahópar á vegum Einhverfusamtakanna.

Í febrúar 2009 var farið af stað með unglingahóp á vegum Einhverfusamtakanna. Hópurinn er hugsaður fyrir ungmenni á einhverfurófi á aldrinum 12-20 ára. Markmiðið er að efla virkni þeirra, kynna þau fyrir öðrum unglingum í svipuðum sporum og bjóða upp á tækifæri til að gera það sem jafnaldrar þeirra eru að fást við í sínum frítíma.

Hugsuðir - unglingahópur í Reykjavík:
Hópurinn hittist annan hvern þriðjudag milli kl. 17:30 og 19:30 í Félagsmiðstöðinni Tónabæ.  Áhersla er lögð á félagsleg samskipti í því formi að hafa gaman, taka þátt í tilboðum í samfélaginu ásamt ýmisskonar samveru. Sem dæmi hefur verið farið í keilu, út að borða, gönguferðir og tekist á við ýmsar þrautir úti og inni.  

Að öllu jöfnu eru umsjónarmenn hópsins fjórir og þeir hafa sérþekkingu á einhverfurófsröskunum.

Unglingahópur á Akureyri:
Samskonar hópur er nú starfandi á Akureyri á vegum Einhverfusamtakanna og hittist sá hópur einnig hálfsmánaðarlega yfir vetrartímann.
 

Nánari upplýsingar um hópana veitir Sigrún Birgisdóttir í síma 897-2682 og á netfanginu einhverfa@einhverfa.is.