Nefndir félagsins

Hlutverk nefnda.

Í 6. grein laga Einhverfusamtakanna er fjallað um nefndir. Þar er m.a. sagt að þær séu stjórn félagsins til ráðuneytis og aðstoði við þau verkefni sem þeim eru falin af stjórninni.

Verkefni.

Verkefni nefnda verða:

Vinna að stefnumótum Einhverfusamtakanna í málaflokknum.

  • Skilgreina framtíðarsýn, hvernig verður þjónustan árið 2011.
  • Skilgreina markmið sem á að ná.
  • Skilgreina verkefni sem nausynlegt er að ráðast í til að ná árangri.

Vinna að verkefnum í samráði við stjórn Einhverfusamtakanna.

  • Sjái um einn fræðslufund á ári.
  • Haldi saman þekkingu um þjónustu á viðkomandi sviði og réttindi einhverfa á þjónustu.

Verklag og skil.

  • Nefndir funda eftir þörfum, miðað við 5-6 fundi á ári.
  • Formenn nefnda funda með stjórn á hausti og skili skýrslu á aðalfundi.

Atvinnu- og tómstundanefnd.

Hlutverk atvinnu- og tómstundarnefndar verður að fjalla um:

  • atvinnuúrræði fyrir einhverfa,
  • símenntun og tómstundaúrræði.
 

Nefndarmenn:
 


Búsetunefnd.

Hlutverk búsetunefndar verður að fjalla um:

  • þörf á mismunandi búsetuúrræðum og þjónustu fyrir skjólstæðinga frá vöggu til grafar.

 

Nefndarmenn:

  • Hákon Jóhannesson
  • Guðbjörg Þórey Gísladóttir
  • Sara Dögg Svanhildardóttir

Greiningar- og leikskólanefnd.

Hlutverk greiningar og leikskólanefndar verður að fjalla um:

  • greiningarferlið, hvernig staðið er að því, biðlistar og ráðgjöf við aðstandendur á fyrstu stigum,
  • stuðning við nýgreinda á leikskólum og framboð á þjálfunaraðferðum,
  • skilin á milli leikskóla og grunnskóla og þörf á áframhaldandi þjálfun,
  • skilin á milli leikskóla og sérskóla.

 

Nefndarmenn:
 


Ritnefnd- og fræðslunefnd

Hlutverk ritnefndar verður að:

  • Að finna hentugt efni til þýðingar og útgáfu (bækur og bæklinga), vinna að fræðslumálum.

 

Nefndarmenn:

  • Sigríður Björk Einarsdóttir
  • Jóhanna Stefánsdóttir 

Skólanefnd.

 

 

Hlutverk skólanefndar verður að fjalla um:

  • stuðning við nemendur í grunn- og framhaldsskólum,
  • nauðsyn og framboð á ýmsum sérúrræðum og sérdeildum á þessum skólastigum,
  • önnur nauðsynleg þjónusta við skjólstæðinga á þessu aldursbili.

 

Nefndarmenn: