Að kenna Aspergers nemendum

Að kenna Aspergers nemendum með kvíðaröskun.

Að kenna einstaklingum með Aspergers sem upplifa einnig kvíða í félagslegum aðstæðum getur verið mikil áskorun. Skólaumhverfið getur verið erfitt fyrir einstaklinga með Aspergers án kvíða raskana, en það er sérstaklega erfitt fyrir Aspergers einstaklinga með kvíðaröskun. Ef þú ert kennari Aspergers einstaklings með kvíðaröskun, getur skipt sköpum að vita hvernig á að ýta undir og fóstra gott námsumhverfi.

Engin ein einkenni koma fram hjá Aspergers nemandum sem sýna að þeir séu með kvíða fyrir félagslegumsamskiptum. Eitt eða fleiri af neðangreindum einkennum geta komið fram.

  • Virðast kvíðafullir ef þeir eru miðdepill umræða.
  • Eru einir í frímínútum.
  • Hanga utan í öðrum, nemendum jafnt sem starfsfólki.
  • Byrja að gráta án neinna sérstakrar ástæðu.
  • Eyða miklum tíma í tölvunni.
  • Upplifa mikinn kvíða er kemur að prófum og könnunum.
  • Frjósa án þess að nein augljós ástæða sé fyrir hendi.
  • Gera sér upp veikindi til að sleppa að fara í skólann.
  • Neita að fara í skólann.
  • Eiga enga vini, eða aðeins einn vin.
  • Hanga í jaðri hópa.
  • Engin virkni innan sem né utan skólastofunnar.
  • Lítið sem ekkert augnsamband.
  • Einkennilegur talandi.
  • Komast í uppnám og/eða missa skapið sitt.
  • Taka ekki þátt, t.d. í að lesa upphátt, setja hendina upp til að spyrja eða svara spurningum og/eða taka ekki þátt í umræðum.

Ef þú ert með einstakling í bekknum sem er með Aspergers og þjáist af kvíða í félagslegum aðstæðum, þá getur þú fundið margar gagnlegar hugmyndir hér að neðan sem geta hjálpað:

Skólaskipulag:

  • Búa til og fylgja eftir fyrirsjánlegri dagskrá.
  • Mælt er með sjónrænni/myndrænni stundatölfu fyrir nemenda með Aspergers.
  • Leyfa nemandanum að mæta seint, ef það hjálpar við byrjun dagsins.
  • Breyta kennsluaðferðum ef það á við (t.d. einn á einn þ.e. útskýra verkefnið fyrir nemandann með Aspergers.
  • Para nemendur í hópverkefninum í stað þess að leyfa nemendum að velja sjálfir. Þetta mun koma í veg fyrir að nemandinn með Aspergers er skilinn útundan
  • Leyfa honum að sitja við hliðina á bekkjarsystkinum sem hann/hún þekkir og/eða er vinur.
  • Fela öðrum nemenda að vera "líflína" einstaklingsins með Aspergers, þ.e. nemandinn getur hjálpað við að svara spurningum barnsins með Aspergers ef þess þarf, þörfin er mest í hópastarfi.
  • Hvetja einstaklinginn til að klára bókleg sem og verkleg verkefni og huga að því að veita meiri tíma og/eða lengri skilafrest þegar þess þarf.
  • Hvetja nemandann til að halda dagbók þar sem öll verkefni eru tínd til og skilafrestir.
  • Leyfa nemandanum með Aspergers að fá "hlé" (fara og fá sér drykk, hvíla sig á rólegum stað og svo framvegis)
  • Hvetja til vináttu milli einstaklinga með Aspergers og bekkjarfélaga sem eru vinarlegir og opnir.
  • Einstaklingar með Aspegers finnst gott að hafa hlutverki að gegna. Hægt er t.d. að nota yngri börn með Aspergers sem "hjálparsveina".
  • Setja til hliðar tíma í hverri viku þar sem þú sest niður með Aspergers nemandanum þínum og talar um líðan hans. Ef nemandinn hefur tengst öðrum aðila innan skólans getur verið betra að þeir tali saman. Mundu að Aspergers einstaklingar þurfa að hafa dagskrá sína skipulagða, svo það er gott að setja til hliðar sama tíma í hverri viku.
  • Ef einstaklingurinn er oft frá vegna meðferða eða kvíða, er gott að aðlaga hann rólega að skólaumhverfinu aftur og á hraða sem einstaklingurinn ræður við.
  • Minnka heimavinnu þar sem hægt er.
  • Nemandinn með Aspergers getur þurft að vinna að félagsfærniverkefnum með þroskaþjálfa eða öðru starfsfólki.

Sálarlíf:

  • Þegar þú ert í samskiptum við barnið, talaðu rólega og mjúklega.
  • Ýttu undir sjálfsmynd barnsins með því að hrósa fyrir lítil afrek og fyrir þátttöku, þótt að barnið svari vittlaust.
  • Allir unglingar hafa áhyggjur af því að verða sér til skammar, hjá einstaklingi með Aspergers getur þessi tilfinning margfaldast. Breytingar og aðlögun ættu að vera til staðar með "NON INTRUSIVE" aðferðum til að leyfa einstaklinginum að halda virðingu sinni ásamt ábyrgðum sinum. Ber og harorð gagnrýni á einstaklinginn mun einstaklingann mun ýta undir hræðslu við að mistakast og vega að kvíða þeirra og AVOIDANCE.
  • Passaðu upp á að allir nemendur bekksins komi eins fram við hvort annað og þann einstakling sem er með Aspergers. Hafa ber augun opin eftir hverskonar einelti, t.d. ef nemendur niðurlægja og/eða láta aðra einstaklinga fara hjá sér, það gæti verið í þeirri mynd að nemendur koma með óviðeigandi hljóð þegar einstaklingur er að tala fyrir framan bekkinn. Við öllum svona uppákomum verður að vera til staðar verklag svo hægt sé að taka á hlutunum með viðeigandi hætti.
  • Ýta þarf undir sjálfímynd nemenda með Aspergers, hjá yngri börnum er hægt að lesa sögur sem bæði ýta undir sjálfsímynd ásamt því að taka á einelti. Bækur og/eða myndir henta eldri börnum.
  • Hjálpaðu barninu að takast á við aðstæður sem það hræðist með góðgerðlegri hvatningu.
  • Finndu rólegan stað innan skólans, þangað á barnið með Aspergers fengið leyfi til að fara ef það kemst í uppnám eða missir stjórn á sér. Hafa verður eitthvað merki svo barnið viti að það fái leyfi til að fara úr kennslustofunni. Stundum er hægt að vita fyrirfram að barnið getur ekki tekið þátt í verkefnum en á öðrum tímum er hægt að líta eftir merkjum sem mörg börn með Aspergers sýna áður en upp úr sýður. Athugið að oftast taka börn með Aspergers ekki breyttri líðan svo mikilvægt er að skerast strax í leikinn áður en þau missa algjörlega stjórn á sér.

Vinna með foreldrum:

  • Segja foreldrum frá þeirri hegðun/tilfinningum sem þú sérð barnið gera/sýna.
  • Reglulegir hittingar með foreldrum, kennurum, meðferðaraðilum og öðru starfsfólki innan skólans eru mikilvægir til að undirbúa kennsluaðferðir sem virka fyrir barnið með Aspergers.
  • Tala við foreldra um aðferðir sem hægt er að nota til að róa barnið.

 

Ef þú ert foreldri barns sem er með Aspergers er þér velkomið að prenta þessa grein og færa kennurum barns þíns.

-Upplýsingarnar að ofan voru unnar úr grein á vefnum myaspergerschild.com/. Greinina má nálgast hér: Teaching The Anxious Aspergers Student. 

Þýðing: Esther Rögnvaldsdóttir.